Uppspunafrétt um orkuflutning milli Íslands og Bretlands

Það er alveg ljóst að þessi frétt er ekkert nema uppspuni og áróður af hálfu þeirra sem eru á móti orkupakka þrjú og EES samningum á Íslandi. Það eru engar samningaviðræður í gangi um lagningu á slíkum streng til Íslands á milli Íslands og Bretlands. Það þarf sérstakan sáttmála eða samning um slíkan sæstreng og hefur alltaf þurft slíkt þegar verið að leggja svona strengi milli landa, hvort sem það er rafmagn eða ljósleiðari.

Bretland er síðan á leiðinni úr Evrópusambandinu þann 31 Október 2019 sem flækir málið umtalsvert þar sem þá er Ísland að semja við þriðja ríki gagnvart lögum og reglum EES samningins og það er mun flóknara ferli heldur en samningar milli ESB eða EES ríkjanna.

Orkuframleiðsla á Íslandi er of lítil til þess að leysa orkuvandamál Bretlands. Enda er engin raforka á lausu á Íslandi til sölu samkvæmt framleiðendum raforku á Íslandi. Það er ljóst að Bretland mun þurfa að reisa vindmilligarða og aðra umhverfisvænar raforkulausnir til þess að leysa sín vandamál þegar það kemur að raforku.


mbl.is Vantar grænt ljós í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband