3.12.2019 | 20:14
Lögbrot og fasistaháttur Útlendingastofnunar
Útlendingalög eins og þau þekkjast í dag eru innan við 100 ára gamalt fyrirbæri sem var fundið upp af öfgafullum hægrimönnum við lok 19 aldar og í upphafi 20 aldar. Þessar öfgafullu einstaklingar þess tíma komu með hræðsluáróður gegn fólki sem var aðflutt til viðkomandi ríkis. Áður en útlendingalög urðu til var fólk heimilt að flytja og búa hvar sem var í heiminum án leyfis frá ríkisvaldinu.
Á Íslandi er þessi saga mjög svipuð nema að það voru fasistar og nasistar í kringum árið 1930 sem komu á eftirliti gegn útlendingum á Íslandi. Það hefur fast verið haldið í fasista og nasistahluta þessarar stefnu á Íslandi og viðhald á þessari stefnu hefur haldið áfram í dag með miskunarlausum hætti. Þar sem lögin eru misnotuð af Útlendingastofnun með vafasömum túlkunum og oft hreinum lögbrotum.
Það er kominn tími til að Ísland verði fyrsta ríkið sem afnemur útlendingalög að meirihluta til og hafi eingöngu lög sem varða Schengen samstarfið. Íslendingar hafa gott af því að fá sem flesta útlendinga til Íslands.
![]() |
Til stendur að vísa konu og ársgömlu barni úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Yrðu hindranir gagnvart flutningi fólks til landsins afnumdar, hvað heldur þú að myndi gerast? Heldur þú að hingað myndi streyma duglegt og vinnusamt fólk og efla samfélagið? Ég efast um það. Líklegra er að straumurinn yrði einstaklingar sem sæju sér leik á borði að leggjast upp á velferðarkerfið.
Ég er alveg sammála því sjónarmiði að fólki eigi að vera frjálst að setjast að þar sem það kýs. En þá verður líka að tryggja að þeir sem fyrir eru þurfi ekki að bera kostnaðinn af stórum hópum auðnuleysingja sem nýta sér velferðina. Einfaldasta leiðin til þess er að lækka stórlega skatta og afnema að mestu velferðarkerfið.
Þorsteinn Siglaugsson, 3.12.2019 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning